Iceland

Download information leaflet - Iceland

Helsti vettvangur ….
allra sem nota eða framleiða viðmiðunarsýni
Hver erum við?
Markmið Sýndarstofnunarinnar fyrir viðmiðunarsýni (Virtual Institute for Reference Materials, VIRM) er að vera miðpunktur fyrir alla sem fást við (nota / selja) viðmiðunarsýni í Evrópu. Stofnunin virkjar breiðan hóp sérfræðinga frá rannsókna- og þróunarstofnunum, ríkis- sem einkareknum prófunarstofum, framleiðendum viðmiðunarsýna og frá iðnfyrirtækjum, hvaðanæva að úr álfunni.
Tilgangurinn er að koma á framfæri upplýsingum og ráðgjöf um viðmiðunarsýni og fleira þeim tengt. Nýnæmið er fólgið í sýndarbyggingunni, þar sem saman fer lágmarksuppbygging fastra innviða og um leið hámarksávinningur af virku evrópsku upplýsinga- og samskiptaneti.
Athafnasvæði VIRM nær til Evrópu allrar.
Markmið samtakanna er að bæta gæðaeftirlit með vörum og ferlum með því að hvetja til og auðvelda aukna notkun viðmiðunarsýna og annarra gæðatóla (kvörðun, samanburðarprófanir, faggilding) einkum á sviði umhverfismála, matvæla, iðnframleiðslu, lyfjaiðnaðar og læknisfræði. Umfang þjónustunnar mun þróast í takt við tekjur af áskriftargjöldum.
Þjónustuborð VIRM hefur aðsetur á Ítalíu (QualityConsult, Rome).
Fyrir hvern?
VIRM ætti að höfða til allra sem gera þurfa miklar gæðakröfur. Réttar mæliniðurstöður eru nauðsynlegar til að stýra og viðhalda gæðum vöru og ferla við framleiðslu, rannsóknir og viðskipti. Þær tryggja samræmi við lög og reglur í hverju landi og auðvelda þannig framleiðendum að tryggja sjálfbæran hagvöxt.
Hvað er í boði?
VIRM býður á vefsíðu sinni upp á fjölda nytsamlegra verkfæra, tengd viðmiðunarsýnum og gæðaeftirliti. Vefsíðan er aðaltengiflötur meðlimanna og kjarni upplýsingamiðlunarinnar. Hún býður upp á umfangsmikla leitarmöguleika þar sem finna má viðmiðunarsýni, aðila, verkefni o.s.frv. Meðlimir og áskrifendur munu hafa ótakmarkaðan aðgang að öllum helstu atriðum, gegnum fréttabréf og ýmis önnur gögn sem nýst geta jafnt notendum sem framleiðendum viðmiðunarsýna. Á vefsíðunni er að finna:
•         Upplsáttargrunn (þar sem finna má hentug viðmiðunarsýni með vandaðri leitarvél)
•         Safn greina og leiðbeiningarrita um viðmiðunarsýni, gæðamál og greiningaraðferðir, sem sækja má á netið
•         Vefttengla við skyld verkefni og/eða við leiðbeiningarit um viðmiðunarsýni, gæðamál, venjubundnar greiningar o.fl.
•         Viðburði (ráðstefnur, vinnufundi, námskeið)
•         Framleiðendur viðmiðunarsýna
•         Ráðgjöf og aðstoð við notendur
•         Efnisorðaskrá
•         Opinn aðgang gegnum tengiliði í hverju landi, til að yfirstíga tungumálaörðugleika
•         Veftengla við alla sem fást við viðmiðunarsýni
•         Skilaboðavef þar sem þú getur komið þínum málum á framfæri
•         Rafrænt fréttabréf
•         Ráðgjöf sérfræðinga, sniðin að flóknum vandamálum
•         Upplýsingar um sérfræðiþjónustu
Annað áhugavert:
Þjónustuborð VIRM
Þetta er eina áþreifanlega starfseining sýndarstofnunarinnar (info@VIRM.net). Nýtist sem faglegt þjónustuborð, miðlun sérfræðiráðgjafar og afgreiðsluskrifstofa. Starfsfólk þjónustuborðsins sér um að uppfæra heimasíðuna, en það er líka til viðtals um þín vandamál. Starfsfólkið sér um að koma fyrirspurnum þínum á framfæri við viðeigandi sérfræðing stofnunarinnar.
Tengiliðir í hverju landi
Það er tengiliður í sérhverju ríki Evrópu. Hann sér um að dreifa upplýsingum í sínu landi, er til viðtals um vandamál þín og hann talar þína tungu.
Fréttabréf
Sent út með rafpósti. Þar má finna uppfærðar upplýsingar, fréttir, ný viðmiðunarsýni o. fl.
Tenglar
Sýndarstofnuninni er ætlað að tengja saman alla sem fást við viðmiðunarsýni. Hún býður upp á tengla við jafnt framleiðendur sem notendur slíkra sýna, við alþjóðlegar stofnanir þ.e.a.s. tengla við þig.
Áskrifandi?
Áskrift veitir þér aðgang að allri þjónustu sýndarstofnunarinnar. Þar á meðal eru fréttabréfin, aðgangur að gagnagrunnum og efni sem sækja má yfir netið. Ársgjaldið nemur 150 €, en þá afslætti sem völ er á má lesa um á vefsíðunni. Þú getur sótt rafrænt um áskrift með því að fylla út skráningarblað á vefsíðunni www.VIRM.net.
Hafðu samband
Tengiliður VIRM fyrir Ísland er:
Arngrímur THORLACIUS
Landbúnaðarháskóla Íslands
Aðsetur: EGK, Iðntæknistofnun
Keldnaholti
112 Reykjavík
ÍSLAND
E-mail: arngrimur@iti.is
Sími:             +354 5707100
Fax:             +354 5707111
Heimsækið verfsíðu okkar: http://www.VIRM.net
Spurningum og athugasemdum skal beina til alþjóðlega þjónustuborðsins okkar: info@VIRM.net

Comments are closed.